17. j˙nÝ hßtÝ­arh÷ld Ý Skaftßrhreppi
15.06.2011

Í Skaftárhreppi verður þjóðhátíðardeginum fagnað á tveimur stöðum; á Kirkjubæjarklaustri og í Tunguseli í Skaftártungu.

Skaftártunga:

Kvenfélögin í Skaftártungu og Álftaveri standa fyrir hátíðarhöldum í Tungusel, Skaftártungu, en þjóðhátíðardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Tungunni í rúm 50 ár.

 

Dagskráin hefst með hátíðarræðu kl. 14.

Fjallkona flytur ljóð, útileikir, kaffi og kökur.

Ungmennafélagið Skafti verður með óvænta uppákomu

 

Allir velkomnir.

 

Kirkjubæjarklaustur:

Hátíðarhöldin á Kirkjubæjarklaustri eru í umsjón Ungmennafélagsins Ármanns.

 

17. júní hátíð verður haldin á Klaustri og hefst með skrúðgöngu frá Skaftárskála kl. 14.

Leiktæki, fjallkona, útileikir, veitingar, andlitsmálning fyrir krakkana og fleira skemmtilegt verður í boði.

 

Sala á fánum, blöðrum o.fl., og Sveitabragginn í kjallara Kirkjuhvols verður opinn.

Allir velkomnir.