Göngustígagerđ
22.08.2005
| ÓJ

Möl flutt í göngustígaDagana 20. og 21. ágúst voru félagar úr “Sjá” Sjálfbođaliđasamtökum um náttúruvernd í vinnuferđ á Kirkjubćjarklaustri. Verkefni ţeirra var ađ gera nýjan göngustíg ađ Sönghelli út frá göngustígnum upp ađ Systravatni og tengja hann niđur ađ skógarstígnum sem liggur eftir skóginum vestur eftir Klausturbrekkum.

Unniđ var allan laugardaginn og fram ađ hádegi á sunnudegi. Samtals voru gerđ um 60 ţrep niđur brekkuna frá Sönghelli og boriđ trjákurl á skógarstíginn.

Fimm manns komu frá Reykjavík, og međ ţeim vann Ólafía Jakobsdóttir, formađur Ferđamálafélags Skaftárhrepps, sem stjórnađi verkinu en hún er einnig félagi í “Sjá”. Séđ niđur göngustíginn viđ Sönghelli

Allt efni í stíginn var fengiđ á stađnum og sá Einar Bjarnason um ađ fella nokkur grenitré sem nú gegna nýju hlutverki í skóginum. Skógrćkt ríkisins lagđi til trjákurl og Hreinn Óskarsson skógarvörđur veitti ráđgjöf um legu stígsins.

Göngustígurinn um Sönghelli er fyrsta skrefiđ í samstarfsverkefni Skaftárhrepps og Ferđamálafélagsins um göngustígagerđ og er verkefniđ styrkt af Ferđamálaráđi, EBÍ og Pokasjóđi.

Sjálfbođaliđasamtök um náttúruvernd voru stofnuđ áriđ 1986, ađ fyrir mynd bresku sjálfbođaliđa samtakana BTVC sem hafa unniđ mikiđ viđ stígagerđ hér á landi m.a. í ţjóđgarđinum í Skaftafelli.

Tilgangur međ starfsemi “Sjá” er:

-Ađ vernda náttúruna
-Ađ veita fólki tćkifćri til ţess ađ vinna ađ náttúruvernd
-Ađ auđvelda fólki umgengni um náttúruna, ađ frćđast um hana og njóta náttúrufegurđar.

Útsýni af göngustíg viđ SönghelliSjálfbođaliđunum er fćrđar bestu ţakkir fyrir vel unniđ verk viđ Sönghellir.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftárhreppur til framtíđar
Sorphirđa og flokkun
Persónuverndarfulltrúi og persónuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus störf í Skaftárhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
Götukort