Ljˇslei­arinn er a­ koma!
18.06.2020

Skaftárhreppur hlaut á dögunum 32 milljóna kr. styrk úr fjarskiptasjóði í aukaúthlutun Ísland ljóstengt og 15 milljóna kr. í byggðastyrk til lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Styrkurinn fer í að leggja ljósleiðara samhliða þrífösun rafmagns í Meðallandi. Á árinu 2020 verður því lokið við að tengja alla styrkhæfa staði í dreifbýli í Skaftárhreppi sem er framar björtustu vonum þegar farið var af stað í verkefnið 2017.

Styrkurinn úr fjarskiptasjóði er hluti af 400 milljóna króna viðbótarfjárveitingu stjórnvalda til fjarskiptasjóðs. Fjárveitingin er liður í átaki stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna kórónuveirunnar. Byggðastyrkurinn kemur frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu en ákveðið var að leggja til 43 milljónir kr. sem framlag úr byggðaáætlun til að styrkja dreifbýl svæði til að leggja ljósleiðara. Það voru 17 sveitarfélög sem fengu úthlutað að þessu sinni. Sigurður Ingi sagði að hyllti undir að það væri búið að leggja ljósleiðara í allar sveitir landsins.

Það er nokkuð ljóst að góð nettenging eykur möguleika til atvinnusköpunar í Skaftárhreppi og bætir aðstöðu bænda, ferðaþjónustuaðila og annarra fyrirtækja og einstaklinga því allar greinar eru háðar góðu netsambandi. Fjarvinna jókst mikið síðustu vikur og ljóst að það munu einhverjir geta nýtt sér þann möguleika á sínum vinnustöðum. Ljósleiðaratenging er forsenda fjarvinnu og ekki ólíklegt að nú sjái einhverjir sér hag í því að verja hluta ársins í sveitinni þó vinnustaðurinn sé í öðru sveitarfélagi.

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri, Skaftárhrepps, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, og Haraldur Benediktsson, varaformaður fjarskiptasjóðs skrifuðu undir samningana.

Ljósmyndin er frá Stjórnarráðinu

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort