Pistill sveitarstjˇra
01.05.2020

Kæru íbúar

Það hefur sannarlega verið vor í lofti síðustu daga sem hefur óneitanlega létt lundina í þessum sérstöku aðstæðum sem varað hafa síðustu vikurnar. Það er óhætt að segja að við höfum verið einstaklega heppin hvað við höfum sloppið vel við smit en um leið þurfum við að muna að þetta er ekki alveg yfirstaðið. Áfram verða takmarkanir í samkomuhaldi og virða þarf tveggja metra regluna og muna handþvottinn. Eftir helgina má skólastarf hefjast með eðlilegum hætti að nýju sem er stór og mikilvægur áfangi ásamt því að komið verður á fyrirkomulagi varðandi heimsóknir á hjúkrunarheimilið. Við munum uppfæra viðbragðs- og aðgerðaráætlun vegna Covid 19 fyrir stofnanir sveitarfélagsins í samræmi við útgefin fyrirmæli stjórnvalda sem ég hvet alla til að kynna sér.

Þann 25. apríl sl. Var haldinn plokkdagur í Skaftárhreppi og var þátttaka góð. Margir nýttu daginn vel í tiltektum bæði heima við en einnig við vegi og á Kirkjubæjarklaustri sem sást vel á gámasvæðinu eftir helgina. Við þökkum öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við að fegra umhverfið í okkar fallega sveitarfélagi. En betur má ef duga skal og af nógu að taka og ég hvet alla til að halda áfram að plokka.

Við munum leggja sérstaka áherslu á fegrun umhverfisins í sumar og höfum nú auglýst eftir námsmönnum á aldrinum 17-25 í sumarvinnu í takt við atvinnuátak stjórnvalda. Einnig er búið að opna fyrir umsóknir í vinnuskóla Skaftáhrepps sem hefst í júní.

Það er ljóst að ferðaþjónustan í Skaftárhreppi hefur orðið fyrir miklu höggi og óljóst hvenær og hvernig endurreisn mun ganga fyrir sig. Mikil áhersla verður lögð á landsvísu á að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og munum við að sjálfsögðu taka þátt í slíkri markaðssetningu. Við treystum á að veðurguðirnir verði með okkur í liði og allir komi í heimsókn á „Costa del Klaustur".

Sveitarstjórn vinnur nú að því að endurmeta tekjuáætlun sveitarfélagsins í ljósi breyttrar stöðu og verður það tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 13. maí nk. Það er deginum ljósara að stjórnvöld munu þurfa að beina sjónum sínum sérstaklega að sveitarfélögum á borð við Skaftárhrepp sem mun sjá fram á verulega tekjuskerðingu á næstu mánuðum. Staða okkar er sambærileg við þau sveitarfélög sem verða fyrir því að missa sjávarútvegskvóta í burtu.

Þrátt fyrir gjörbreytta stöðu í rekstrarumhverfi sveitarfélagsins á næstu mánuðum og jafnvel árum förum við með bjartsýni og jákvæðni inn í komandi sumar. Þetta verður verðugt verkefni að takast á við sem ég er ekki í nokkrum vafa um að okkur mun takast að finna lausnir á.

Gleðilegt sumar!

sveitarstjóri

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort