Vi­spyrna sveitarstjˇrnar Skaftßrhrepps vegna Covid 19 - fyrstu a­ger­ir
22.04.2020

Við þökkum góð viðbrögð og allar ábendingar og hugmyndir sem bárust frá íbúum til sveitarfélagsins í tengslum við mótvægisaðgerðir fyrir íbúa og atvinnulíf í Skaftárhreppi.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 443. fundi sínum 22. apríl eftirfarandi;

Ljóst er að heimsfaraldurinn mun hafa mikil áhrif á fyrirtæki og íbúa í Skaftárhreppi. Til að koma til móts við atvinnulíf og samfélagið í heild sinni mun sveitarstjórn beita eftirfarandi úrræðum;

  • Samþykktar eru breytingar á gjalddögum fasteignagjalda fyrir árið 2020 í samræmi við bráðabirgðaákvæði 14. gr. í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli geta sótt um frestun gjalddaga 1. maí og 1. júní 2020 fasteignagjalda ásamt þeim gjöldum sem innheimt eru meðfylgjandi til 15. janúar 2021. Umsóknir um frestun þurfa að berast í síðasta lagi 15. maí 2020. Sveitarstjóra falið að útbúa umsóknareyðublað með nánari útlistun á skilyrðum og málsferðarreglum og auglýsa í sveitarfélaginu.
  • Heilsuleikskólinn Kæribær fær heimild til að innheimta leikskólagjöld í samræmi við viðveru barna til 29. júní 2020.
  • Veittur verður afsláttur mötuneytisgjalda í grunnskóla í samræmi við skerta þjónustu.
  • Lengt verður í öllum kortum í íþróttamiðstöðina í samræmi við þann tíma sem lokun hennar stendur yfir
  • Bókasafnskort verða framlengd í samræmi við þann tíma sem Héraðsbókasafnið verður lokað.
  • Auglýst verður sérstaklega eftir ungmennum á aldrinum 17-25 til starfa við vinnuskóla og fegrun umhverfis í sumar.
  • Nýtt verða úrræði t.a.m. ráðningarstyrki atvinnuleysistryggingasjóðs til að skapa atvinnu fyrir þá sem verða á atvinnuleysisbótum í 3 mánuði eða lengur.

Sveitarstjórn hittist vikulega á fjarfundum til að meta aðgerðir sem verða í stöðugri endurskoðun næstu vikurnar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og fjármálastjóra fullnaðarafgreiðslu ofangreindra aðgerða.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort