KŠru Ýb˙ar - pistill oddvita
10.04.2020

Það eru óvenjulegir tímar sem við lifum þessa daga og vikur. Tímar sem kalla á öðruvísi vinnubrögð, viðbrögð og nálgun. Krefjandi starfsaðstæður og áskoranir í sveitarfélaginu hér sem annarsstaðar. Það hefur starfsfólk í  leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fundið vel þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar hafa sýnt aðlögunarhæfni og dugnað við fordæmalausar aðstæður. Það sama gildir um starfsfólk Klausturhóla og auðvitað við um annað starfsfólk sveitarfélagsins sem af alúð sinnir sínum störfum með hag heildarinnar að leiðarljósi.  

Sveitarfélagið hefur sett saman viðbragðsáætlun og aðgerðaráætlun vegna Covid 19 faraldursins og má finna á klaustur.is.  Einnig eru burðarliðinum tillögur að aðgerðum vegna afleiðinga covid 19 á þjónustu og atvinnulíf sveitarfélagsins. 

Það sem mestu máli skiptir er að sýna ábyrgð og fara í einu og öllu að fyrirmælum stjórnvalda, s.s. umgengnisreglum, hreinlæti, fjarlægðarmörkum o.s.frv.  Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að allir sem einn vinni saman sýni hjálpsemi og þolinmæði.  Framundan er páskafrí sem oftast hefur verið mikið um ferðalög og gestakomur í sveitina en nú er breyting á. Ég hvetja alla til að ferðast innanhúss um páskana, njóta útivstar með 2 m fjarlægðartakmörkumog  nýta samfélgasmiðla til að hitta vini og vandamenn. 

Gerum þetta rétt og hlýðum Víði við erum öll Almannavarnir.

Gleðilega páska 

Bjarki V. Guðnason oddviti

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort