Skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
02.04.2020
| OJ

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  eru hér kynntar skipulags- og matslýsingar fyrir:

Hátún í Landbroti  - Skipulags- og matslýsing til kynningar.

Um er að ræða skipulag á nýjum verslunar- og þjónustureit (V) á jörðinni Hátúnum í Landbroti. Heildarstærð jarðar er 641 ha en það svæði sem hér er unnið með er um 35ha og þar af eru um 10ha sem flokka má sem áhrifasvæði mannvirkja. Aðkoma að svæðinu er frá Meðallandsvegi (204), vegi sem liggur þvert í gegnum jörðina Hátún. Sjá nánar HÉR.

Hrífunes í Skaftártungu - Skipulags- og matslýsing til kynningar.

Um er að ræða breytingu á sveitarfélagsuppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir stækkun svæðis V2 fyrir hótel í Hrífunesi. Svæðið sem stækkunin nær til vegna uppbyggingar á hóteli er skilgreint sem landbúnaðarsvæði <200 m.y.s og er um 34 ha af stærð, heildarstærð svæðisins verður þá 80ha eftir stækkun. Áætlað er að uppbygging verði á Sjónarhóli, innan jarðar Hrífunes, þar sem áætlað er að byggja hótel með allt að 150 herbergjum, starfsmannaíbúðir, aðkomuveg og bílastæði. Uppbyggingunni fylgja tengingar og framkvæmdir vegna veitukerfa s.s. vatnsveitu og fráveitu. Aðkoma verður af Hrífunesvegi (209) en inn á svæðinu eru vegslóðar sem leitast verður eftir að nýta í heimreið. Sjá nánar HÉR.

Lýsingarnar eru auglýstar í Fréttablaðinu, Búkollu og á heimasíðu Skaftárhepps, www.klaustur.is

frá og með fimmtudeginum 2. apríl til og með 23. apríl 2020.  Umsagnar- og athugasemdafrestur er til 23. apríl 2020.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Hæðargarður - Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar.

Um er að ræða 41.604 m2 lóð sem áætlað er að reisa á þjónustumiðstöð á einni hæð sem fellur vel í og að landslagi. Aðkoma inná lóðina sunnan frá af Suðurlandsvegi, Þjóðvegi (1) og frá Meðallandsvegi (204) að norðan. Aðkomur á uppdrætti eru leiðbeinandi. Gera skal ráð fyrir góðum tengingum að nærliggjandi svæðum með göngustígum og tengslum við núverandi reiðstíga. Aðgengi slökkviliðs, sjúkrabíla, sorphirðubíla, skólphreinsibíla og annarra þjónustufarartækja skal tryggt í alla staði. Sjá nánar HÉR.

Deiliskipulagstillagan er auglýst  í Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaðinu, Búkollu og á heimasíðu Skaftárhepps, www.klaustur.is frá og með fimmtudeginum 2.apríl til og með 14.maí 2020.  Umsagnar- og athugasemdafrestur er til 14.maí 2020.

Skila skal umsögnum og athugasemdum undirrituðum rafrænt, beint á netfangið bygg@klaustur.is

 

 


 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort