KŠru Ýb˙ar Skaftßrhrepps! Pistill frß Evu Bj÷rk, oddvita
21.03.2020
| LM

Oft höfum við í Skaftárhreppi staðið frammi fyrir áföllum og áskorunum, bæði samfélagslegum og vegna náttúrhamfara. Aldrei í manna minnum höfum við samt staðið frammi fyrir alheimsfaraldri sem hefur haft slík áhrif á heimsvísu, landsvísu og okkar litla samfélag sem Covid-19 er.

Nú reynir á sem aldrei fyr að halda ró sinni. Fara eftir fyrirmælum Landlæknis og Almannavarna og gera það sem í okkar valdi stendur til að verja þá sem eru veikari fyrir. Við erum einungis á byrjunarreit. Smit eiga trúlega eftir að stinga sér niður hjá okkur eins og öðrum og þá munum við að sjálfsögðu bregðast við þeim eins og okkur verður ráðlagt. Þangað til einbeitum við okkur að sóttvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum.

Margir eru áhyggjufullir og er það skiljanlegt. Styðjum hvert annað í gegnum þessar vikur sem framundan eru. Hef mikla trú á okkar samfélagi, það er þrautseigt með sterka innviði. Notum þarfasta þjóninn okkar í dag, símann, í auknum mæli við samskipti og spörum eldsneyti á móti.

Öll él styttir upp um síðir.

Stjórnsýslan mun gera það sem í hennar valdi stendur til að styðja við íbúa og atvinnulíf næstu vikur og mánuði.

Við erum hér fyrir ykkur

fh Skaftárhrepps

Eva Björk Harðardóttir

Oddviti Skaftárhrepps

s.8417944

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort