Sorpmßlin - sta­an 4. mars 2020
05.03.2020
| LM

SORPMÁLIN - STAÐAN

Staðan er þessi að prógramminu hefur seinkað um nær því 2 vikur vegna veðurs og ófærðar

Nýi gámabíllinn kom austur í gærkvöldi og hefst sorphirðan að fullu að nýju. Hef fengið ábendingar um að ílátin séu orðin full eða alveg að fyllast. Við munum slá í á næstu dögum og koma sorphirðunni í jafnvægi.

Fyrstu gámarnir á gámavöllinn komu í gær, munum bráðabirgðar-merkja þá á morgun en nýjar samræmdar merkingar munu svo koma fyrir lok mánaðarins, "Norðurlanda-samræmdar" meira að segja.

Fleiri gámar á gámavöll og á grenndarstöð við Vallarveg væntanlegir á morgun eða föstudag.

Þá geta Síðubúar farið að koma með vel flokkað sorp á gámavöllinn

Þegar gámar eru komnir á sinn stað förum við að smala saman tunnum/ílátum á Síðunni og í Fljóthverfinu

Og í framhaldinu setja út mini-grenndarstöðvar inn á Klaustri, merkja og gera og græja

Nýtt sorphirðudagatal lýtur dagsins ljós þegar öll ílát og gámar eru komnir á sinn stað og sorphirðan er komin í jafnvægi, þetta mun gerast á næstu 5-9 dögum.

Vona að okkur takist þetta í sameiningu og með þolinmæði, en tíðin hefur ekki verið okkur hliðholl undanfarið en birtir upp um síðir.

Munið upplýsingabæklinginn sem dreift var inn á hvert heimil um breytta sorphirðu. Jafnframt fer í loftið bæklingur með flokkunarleiðbeiningum.

Klaustri 4. mars 2020 OJ

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort