FrÚttir af Ýb˙afundinum 29.jan 2020
30.01.2020
| LM

Eva Björk Harðardóttir, oddviti og sitjandi sveitarstjóri, setti fundinn. Góð mæting var á fundinum, um 90 íbúar. Efni fundarins var: Tilraunaverkefni um sorpmál í Skaftárhreppi.

Búið er að skipta Skaftárhreppi upp í svæði þar sem fólk er beðið að flokka og skila sorpi á mismunandi hátt:

1.       Álftaver. Blandaður úrgangur verður sóttur sjaldnar en endurvinnsluefni sótt oftar. Íbúar fá lánaða moltugerðarkassa til að búa til moltu.

2.       Fljótshverfi og Síða. Íbúar eiga að skila sjálfir blönduðum úrgangi og flokkuðu á gámavelli við Vallaveg eða á gámavöllinn á Klaustri. Allir eiga að moltugera lífrænt sorp.

3.       Skaftártunga, Meðalland og Landbrot. Blandaður úrgangur verður sóttur sjaldnar og endurvinnsluefni sótt oftar. Íbúar eru hvattir til moltugerðar.

4.       Kirkjubæjarklaustur. Skaftárvellir. Tunnur verða við hvert hús fyrir endurvinnanlegt sorp. Blandaður úrgangur á að fara í tunnur/gám sem verður settur upp á einum stað í hverfinu.

5.       Kirkjubæjarklaustur. Skerjavellir, Skriðuvellir, Klausturvegur. Þau heimili sem eru vestan við verslunina og uppi á hlaði. Settar verða upp litlar flokkunarstöðvar og eru íbúar beðnir að koma með blandaðan úrgang og flokkað sorp á stöðvarnar.

Tilraunaverkefnið stendur yfir í eitt ár og verður þá metið hvaða lausn hefur reynst best. Eva Björk telur víst að sorphirðugjöld muni lækka en þetta ár verða gjöldin eins og þau voru 2019. Karl bendir á að það sé dýr lausn að sækja heim á hvert heimili, sérstaklega þegar horft er til þess hve Skaftárhreppur er landstór, 77 km frá Álftaversafleggjaranum austur í Fljótshverfi og svo er Meðallandið og Skaftártunga.

Inga Rún sem starfar hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands mun sjá um spurningakannanir til að kanna skoðanir íbúa á sorpmálunum meðan á verkefninu stendur. Fyrst verður send könnun sem á að svara á netinu og síðan verður könnun þar sem spyrlar fara að hitta fólk eða hringja.

Guðrún Fjóla hefur verið að skoða flokkun sorps í Skaftárhreppi og mun gera það aftur síðar til að kanna hvort það verða breytingar.

Ólafur Júlíusson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps mun sjá um hlið sveitarstjórnar í breyttri sorphirðu. Ráðnir verða aðilar til að keyra sorpið, leigðir bílar, gámar og tunnur, samið við verktaka um að koma sorpinu í endurvinnslu og í urðun.

Íbúar eru hvattir til að segja sínar skoðanir í hópnum Sorpmál í Skaftárhreppi sem er öllum opinn og allir geta sett inn innlegg. Einnig eru íbúar hvattir til að senda póst á Ólaf Júlíusson (bygg@klaustur.is ef þeir vilja láta vita af einhverju sem er ábótavant eða senda póst á Lilju Magnúsdóttur (kynning@klaustur.is) ef þeir vilja koma einhverju á framfæri um sorpmálin en telja að það eigi ekki erindi inn á opinn vef.

oliogeva

karl_oli

 

 

salur

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort