Tilraunaverkefni um breytta sorphir­u Ý Skaftßrhreppi
16.01.2020
| OJ

Skaftárhreppur ræðst í tilraunaverkefni um breytta sorphirðu, í samstarfi við Háskóla Íslands og ReSource International ehf.

Skaftárhreppur mætir auknum kröfum stjórnvalda um flokkun úrgangs og ræðst í tilraunaverkefni um breytta sorphirðu. Tilraunaverkefnið felst í því að gera athugun á hvaða sorphirðufyrirkomulag hentar best með tilliti til ánægju íbúa með það að markmiði að auka flokkun og draga úr urðun. Skaftárhreppi hefur verið skipt upp í 6 tilraunahverfi sem hvert hefur sitt sorphirðukerfi. Stuðst er við nýjustu tæknilausnir og rannsóknir í sorphirðu við val á þessum kerfum.

Ýtarleg kynning verður á tilraunaverkefninu í lok janúar, dagsetning á kynningu og nánari lýsingu á tilraunaverkefninu verður auglýst síðar. Tilraunaverkefnið hefst í byrjun febrúar.

F.h. Skaftárhrepps, Ólafur Elvar Júlíusson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort