Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
16.01.2020
| OJ

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skaftárhrepps 2020-2032.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.  Haldinn hefur verið  kynningarfundur um verkefnið þann 16. október 2019 á Kirkjubæjarklaustri.  Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.

Lýsing skipulagsverkefnis verða til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10 frá og með miðvikudeginum 15. janúar til 7. febrúar 2020 og lýsing skipulagsverkefnis einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b í Reykjavík.

Lýsingin er einnig til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps  HÉR.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til 7. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða senda í tölvupósti á bygg@klaustur.is.

Ólafur Elvar Júlíusson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort