Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
16.01.2020
| OJ

Samþykkt aðalskipulagsbreytingar í Hæðargarði.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti 31.október 2019 aðalskipulagsbreytingu í Hæðargarði. Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð í samræmi við skipulagslög 123/2010. Viðfangsefni breytingarinnar er, vegna skorts á íbúðarlóðum innan þéttbýlisins til lengri tíma, að gera eftirfarandi breytingu á þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri:

  • Skilgreindur er  nýr reitur fyrir verslun og þjónustu, V-10, milli þjóðvegar og frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi, en reiturinn liggur meðfram þjóðvegi 1 þar sem í dag er skilgreint óbyggt land.
  • Norðurendi svæðis frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi er breytt í íbúðarsvæði ÍB-7.

  • Íbúðarsvæði ÍB-6 er skipt upp í tvö svæði , ÍB-6 og ÍB-8.

  • Skilmálum fyrir íbúðasvæði ÍB-6, legu og stærð er breytt, lóðum er fjölgað innan svæðisins og nýtingarhlutfall hækkað.

  • Settir eru skilmálar fyrir ný íbúðasvæði ÍB-7 og ÍB-8.

  • Opið svæði Ú-10 verður skilgreint á milli verslunar- og þjónustu V-10 og íbúðarsvæðis ÍB-7 og frístundabyggðar F-4.

Tillagan var auglýst skv. 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku ask-breytingar í b-deild stjórnartíðinda.

Ólafur Elvar Júlíusson, Skipulags- og byggingarfulltrúi, bygg@klaustur.is

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort