Auglřsing um Skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
04.11.2019
| OEJ

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 Breyting á aðalskipulagi - þétting byggðar á Kirkjubæjarklaustri

Um er að ræða verulega breytingu á aðalskipulaginu þar sem lögð er til breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1 íbúðasvæði en ekki er gerð breyting á aðalskipulagsuppdrætti. Um er að ræða fjölgun íbúða úr 19 í 38 á þegar skilgreindu íbúðarsvæði ÍB-2, Skerjavellir, Skriðuvellir og Klausturvegur. HÉR

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

 Deiliskipulag - þétting byggðar - Preststún.

Um er að ræða deiliskipulag á Kirkjubæjarklaustri á svæði sem skilgreint er sem íbúðabyggð (ÍB-2) í Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Svæðið er á um 0,4 ha landsvæði ofan Klausturvegar gengt Kirkjubæjarskóla. Um er að ræða 4 einbýlishúsalóðir og 2 parhúsalóðir. HÉR

Deiliskipulag - þétting byggðar - Læknisreitur.

Um er að ræða deiliskipulag á Kirkjubæjarklaustri á svæði sem skilgreint er sem íbúðabyggð (ÍB-2) og opinber þjónusta (S-4) í Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Svæðið er á um 1,23 ha landsvæði ofan Skriðuvalla og er að mestum hluta óbyggt en innan svæðisins er Heilbrigðisstofnun Suðurlands og eitt íbúðarhús/læknisbústaður.  Um er að ræða lóðir fyrir;       6 einbýli á 1-2 hæðum, 1 parhús, og 3ja íbúða raðhús.  HÉR

Deiliskipulag - Flaga II, land í Skaftárhreppi.

Deiliskipulagið tekur til lóðar með landnúmer 176602, Flaga II land í Skaftárhreppi. Heildarstærð deiliskipulagssvæðisins er 1,4 ha. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss, geymslu, ferðaþjónustuhúsa og bílastæða. Í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í deifbýli, V4 þar sem íbúðarhús er nýtt fyrir ferðaþjónustu.HÉR

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:

Deiliskipulagsbreyting - Hæðargarður, minnkun frístundabyggðar.

Deiliskipulagið er minnkað og tekið er út opið og óbyggt svæði og sjö frístundalóðir, M1,M2,M3,M4,M5,M6 og M7. Svæðið sem tekið er út er um 8 ha. HÉR

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 7.nóv. til og með 19.des. 2019.  Tillögurnar eru til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort