Hva­ var kynnt ß Ýb˙afundinum?
18.10.2019
| LM

Íbúafundur Skaftárhrepps var haldinn 16. okt 2019. Þar var ýmislegt á döfinni.

Fyrst ber að nefna kynningu Evu Bjarkar Harðardóttur, oddvita, á þeirri vinnu sem hafin er í sveitarfélaginu til að fylgja Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Næst var farið yfir í aðeins veraldlegri hluti en það voru sorpmálin. Ólafur Júlíusson, Skipulags - og byggingarfulltrúi, sagði frá því verkefni og sýndi glærur frá fyrirtækinu Resource sem var fengið til að fara yfir sorpmál í Vestur-Skaftafellssýslu.  Resource tók út sorpmálin, gerði svokallaða vistferilsgreiningu, og benti svo á mögulegar leiðir til að bæta þjónustuna, lækka kostnað og gera sorpförgun eins umhverfivæna og hægt er. Farið er ítarlega yfir alla kosti í hagkvæmnisskýrslu frá Resource. Mælt er með að Skaftárhreppur gefi sér góðan tíma til að skoða hagkvæma kosti áður en sorpförgun verður boðin út.

Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun var með kynningu á vinnu við aðalskipulag Skaftárhrepps en þar er markmiðið að vinna ávallt út frá Heimsmarkmiðunum.

Að lokum fór Sandra Brá, sveitarstjóri, yfir glærur sem sýna tölur vegna fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort