Sta­a skrifstofustjˇra laus til umsˇknar
15.10.2019

Skaftárhreppur óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf skrifstofustjóra. Starfið er mjög fjölbreytt og margþætt og krefst færni á ýmsum sviðum.

Helstu verkefni:

 • Verkstjórn á daglegum verkefnum á skrifstofu
 • Umsjón með daglegri umsýslu fjármála og bókhalds
 • Yfirumsjón með launaútreikningum, bókhaldi, afstemmingum og greiðslu reikninga
 • Aðstoð við undirbúning fjárhagsáætlunar
 • Ábyrgð á staðgreiðsluskilum og virðisaukauppgjöri
 • Umsjón með ársuppgjöri í samvinnu við endurskoðendur
 • Almenn skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Reynsla af reikningshaldi er nauðsynleg
 • Þekking og reynsla af opinberu rekstrarumhverfi er æskileg
 • Mjög góð tölvukunnátta; þekking á Microsoft NAV bókhaldskerfi æskileg
 • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2019. Umsóknir berist á netfangið sveitarstjori@klaustur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri á netfangið sveitarstjori@klaustur.is eða í síma 487-4840.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin.

Skaftárhreppur er annað landstærsta sveitarfélag landsins og býr yfir miklum og fjölbreyttum tækifærum í leik og starfi fyrir fólk á öllum aldri. Í Skaftárhreppi er samfélagið fjölskylduvænt með um 600 íbúa. Á Kirkjubæjarklaustri búa um 190 manns. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, bókasafn, kaffihús og íþróttamiðstöð. Í íþróttamiðstöðinni er að finna glæsilegt íþróttahús, sundlaug og tækjasal.

Veðurfar og náttúrufegurð í Skaftárhreppi er rómað.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort