Kve­ja frß Sr. Jˇh÷nnu
21.09.2019
| LM

Á formlegum lokadegi embættistíðar minnar, - 20. september 2019, vil ég þakka íbúum Skaftárhrepps fyrir góðar móttökur á afleysingaárinu mínu sem sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli. -
Það sem hefur einkennt upplifun mína af því að starfa og búa á svæðinu hefur verið hversu margir eru hjálpsamir og fólk er almennt elskulegt!.. Ég ætla að rijfa eitthvað upp, en ég er viss um að það kemur þó ekki allt fram. -
Áður en ég flutti á Túngötu setti ég inn ósk um aðstoð við að flytja inn þyngstu hlutina, - og sú sem var fyrst til að bjóða hjálp var hún Lilja Magnúsdóttir, sem reyndar fór dagavillt og var því ekki á svæðinu þegar við komum, en viljayfirlýsingin var fyrir hendi. Lilja hefur verið einstaklega elskuleg alla tíð og hjálpsöm, vökvað blóm og kallað á mig í göngur - og oft hóað í mig til að mæta t.d. í sund. Ég hef eignast vinkonu í Lilju og konunum í gönguhópnum "Örstutt spor" - en ég fékk líka að kynnast umhverfinu í sveitinni með þeim. Í þeim hópi eru m.a. Jóna Björk Jónsdóttir, Þórunn Júlíusdóttir og Þuríður Helga. Ég fór nokkrum sinnum út að borða með Jónu, Þuríði og Lilju. :-)
Sá sem kom og hjálpaði með að bera inn þvottavél - svo við snúum okkur aftur að upphafinu; var hann Agnar Davíðsson, - sem reddaði því að nýi sóknarpresturinn yrði ekki að farast í bakinu fyrstu vikuna!! - En það er ekki bara Agnar sem er elskulegur - auðvitað kona hans Ragnhildur Andrésdóttir og börn (og barnabörn) sem ég kynntist líka. Þá er það hún Ólafía Davíðsdóttir sem hjálpaði mér svo mikið varðandi allt sem þurfti að vita og muna í kringum kirkjustarfið. Það er vandfundin elskulegri kona - og svo auðvitað eðalhjónin á Hótel Laka, þau Hörður og Salome Ragnarsdóttir, - alltaf notaleg og falleg sú hefð sem þau hafa komið á að bjóða upp á kaffi og ástarpunga í messunni á páskadagsmorgun! - Það er ómetanlegt fyrir kirkjuna að eiga svona trausta aðila. Þau eiga líka flottar dætur sem ég hef fengið að kynnast, Eva Björk Harðardóttir, Lilja Hrund Harðardóttir og Karítas Heiðbrá Harðardóttirog eru hver annarri glæsilegri og elskulegri, og tengdasoninn Þorsteinn Matthías Kristinsson, sem er mest kúl lögga norðan Alpafjalla :-)
Talandi um stuðning við kirkjuna, þá er það hann Sveinn Sveinn Hreiðar Jensson hótelstjóri á Hótel Klaustur sem neitaði að útbúa reikning fyrir eldriborgarakaffi á Uppstigningardag - og svo fyrir mig persónulega - þá kom hann akandi með rúm í kerru þegar ég auglýsti eftir rúmi þegar dóttir mín kom í heimsókn. - Guðmundur Vignir Steinsson var svo elskulegur að bjóða mér og fermingarbörnunum upp á pizzu á Systrakaffi. Mömmu hans þekki ég frá fyrri tíð - en tengdamóðir hans, hún Þóranna Harðardóttir, Þóra - er ein duglegasta kona sem ég hef hitt!
Svo er það fólkið í Eystra Hrauni - Hasse Poulsen, Margret Gudmundsdottir og hún elsku Una Kristín Jónsdóttir mín. Ég fékk að gjöf frá Unu fallega prjónaða sokka sem komu sér vel síðasta vetur og munu njóta sín einnig á dönsku parketi!! :D .. Takk Una mín - þú ert engill! Fleiri gjafir fékk ég bæði áþreifanlegar og óáþreifanlegar. Ég auglýsti eftir blómum og íbúar komu færandi hendi, Kristbjörg Hilmarsdóttir færði mér fallega kaktusa og hún Margrét Einarsdóttir færði mér fallega hengiplöntu - auk þess fékk ég bæði afleggjara og líka lítið blóm þegar ég skírði litla dömu. Margrét - Lilla, var svo elskuleg að kíkja við hjá mér m.a. eftir útför Jóns Helgasonar var afstaðin til að tékka hvernig presturinn hefði það. Hún er með stórt hjarta. Karítas Kristjánsdóttir, "prestsfrú" færði mér fallegt blóm frá þeim hjónum. Öll þessi blóm fóru í fóstur til Linda Agnarsdóttir, en ég vitna stundum í hana þegar hún kynnti mig í partýii fyrir þorrablótið (sem þau hjón buðu mér í) - "Þetta er óprestlegasti prestur sem ég hef kynnst" .. (ég held það hafi verið jákvætt :D ) ..
Ég ætla ekki að gleyma yndislega organistanum honum Zbigniew Zuchowicz og konunni hans henni Teresu. Þau eru svo ljúf og yndisleg að hafa kynnst þeim og fólkið í Skaftárhreppi heppið að hafa svona flott tónlistarhjón. - Zbigniew er styðjandi og þolinmóður - og leyfði mér að syngja og tóna þó ég væri oft að ruglast í tóninu!! .. :D ..
Þær Margrét og Matthildur Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri á Klausturhólum fá þakkir fyrir gott samstarf - og að sjálfsögðu allt starfsfólk Klausturhóla. Það var mitt yndi að hitta eldri borgarana vikulega á miðvikudagsmorgnum og fá að borða með þeim í hádeginu. - Erla Ósk Færseth var með okkur fyrir áramót í spjallinu - en svo tók Rhys Hughes við og bæði voru þau elskuleg og gaman að kynnast þeim.
Leikskólaheimsóknir á Kærabæ voru nokkuð fastur liður - og þakka ég fyrir gott samstarf við Guðrúnu leikskólastjóra og starfsfólkið þar allt :-) .. Börnin í svetarfélaginu eru i einu orði sagt: "æðisleg" .. skemmtileg og opin og kunna nú flest að syngja, "Djúp og breið" - "Á bjargi byggði" o.s.frv.
Í lokasamverunni spurði eitt þeirra: "Af hverju ertu svona gömul?" .. :-)
Ég kynntist þeim eðalhjónum Ólafi og Sigurlaug Jónsdóttir ágætlega - en ég var næstum búin að gleyma - að fyrstu helgina mína í embætti var ég auðvitað mætt í Réttirnar og gekk að Hraunkoti þar sem dóttir þeirra og tengdasonur hafa tekið við. - Erla Þórey Ólafsdóttir tók síðan vel á móti mér í grunnskólanum þegar við undirbjuggum helgileikinn fyrir aðventuhátíð í Tunguseli. Ég ætlaði ekki að gera þetta innlegg svona langt - en það er svo mörgum að þakka- líka Sigmari, Jónína Jóhannesdóttir, Sigurður H Valgeirsson - og öðru starfsfólki sundlaugar - en sundlaugirn er algjör perla fyrir mér og ég ákvað að geyma kortið mitt í lauginni því ég vil nota það síðar. :-)
Einhvers staðar verð ég að hætta - kórfélögum mínum þakka ég samveru og samvinnu, mikið lifandis skelfingar var gaman að vera með ykkur. Nei, ég gleymi ekki Óli Sigurgeirsson og Ester, en talandi um hjálpsemi þá voru þau hjón einstaklega elskuleg (og eru) .. og það náði toppnum þegar Óli kom brunandi til að hjálpa dóttur minni að brjótast inn í bílinn hennar - og tókst!! - Við lærðum af honum dýrmæta lexíu í þrautseigju. "Don´t give up"
Þið eruð mörg "þarna úti" sem ég hefði getað "taggað" líka og þakkað. Þakka góða samvinnu við sóknarnefndir, Ólaf og Steinunni á Gröf, - hjónin á Prestsabakka Sigrún Böðvarsdóttir og Jón og við Gústaf B Pálsson "grafara"
Elín Anna fær líka sérstakar þakkir og hún Sigfríð Kristinsdóttir sem hefur oft verið gaman að spjalla við, enda í nágrenninu í Handverkinu!
Það er mikið sjálfboðastarf unnið sem er oft ekki svo sýnilegt öðrum.
Auðvitað síðast, en ekki síst, þakka ég Ingólfur Hartvigsson fyrir handleiðsluna þetta ár, en hann hjálpaði mér mikið á bak við tjöldin. Ég veit að hans, Karítasar og drengjanna er saknað í samfélaginu.

Ég óska samfélaginu blessunar og friðar - og allrar gæfu og munið að lífið á að vera skemmtilegt! -
Það veit Favisi Stormur - Auður Hafstað

Takk fyrir mig - og afsakið lenginda á þessu!


https://www.youtube.com/watch?v=QRoWiTcO7dk&t=61s

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort