Verslunarmannahelgin 2019
01.08.2019
| LM

Viltu vera þinn eiginn dagskrárstjóri um verslunarmannahelgina?
Á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni bíður náttúran og friðurinn. 


Dagskráin er einföld:

Hlutavelta 14:00 á laugardeginum í félagsheimilinu á Klaustri. 
Messa á Núpsstað 14:00 á sunnudeginum. Séra Ingólfur Hartvigsson messar.
Gönguferðir með landverði: Fjaðrárgljúfur 12:00 á laugardeginum, Dverghamrar 12:00 á sunnudeginum. Í Eldgjá og Laka 12:00 alla daga. 
Skaftárstofa er opin frá 9:00 - 18:00 á hverjum degi. Þar er sýnd stuttmyndin Eldmessan sem segir frá Skaftáreldunum. Gönguleiðabækur og kort á afslætti alla helgina.

Það eru margar gönguleiðir í Skaftárhreppi: Lómagnúpur að austan er öllum fær, Rauðhóll að Holtsdal er stórkostleg náttúruupplifun þar sem er ekki von á að mæta nokkrum manni og fjallið Strútur bíður vaskra göngumanna.Í kringum Klaustur eru styttri gönguleiðir: Ástarbrautin liggur frá Systrafossi og yfir heiðina, gangan inn í dalinn milli Merkur og Geirlands er merkileg en þar er fræðslusýning í gamalli rafstöð, gangan um Landbrotshólana er 9 km, létt en mjög skemmtileg.

Fyrir þá sem eiga jeppa er góð dagsferð að fara upp að Langasjó og í Eldgjá, fara næsta dag upp í Laka og þriðja daginn inn á Mælifellssand og að Hólmsárbotnum.

Milli ferða er gott að lesa Eldsveitir.is þar sem eru sögur af mönnum og náttúru í Skaftárhreppi eða skoða vef Vatnajökulsþjóðgarðs, vjp.is, þar sem er fjallað um náttúrufyrirbæri í þjóðgarðinum.

Í Skaftárhreppi er ýmis þjónusta, veitingastaðir og barir. Hér eru nöfn staðanna og linkar á vefsíður því alltaf er betra að panta borð.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort