Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
24.06.2019

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

 Breyting á aðalskipulagi - Hæðargarður.

Um er að ræða tillögu að breytingu á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð í samræmi við skipulagslög 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er, vegna skorts á íbúðarlóðum innan þéttbýlisins til lengri tíma, að gera eftirfarandi breytingu á þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri:

  • Skilgreindur er nýr reitur fyrir verslun og þjónustu, V-10, milli þjóðvegar og frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi, en reiturinn liggur meðfram þjóðvegi 1 þar sem í dag er skilgreint óbyggt land.
  • Norðurendi svæðis frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi er breytt í íbúðarsvæði ÍB-7.
  • Íbúðarsvæði ÍB-6 er skipt upp í tvö svæði , ÍB-6 og ÍB-8.
  • Skilmálum fyrir íbúðasvæði ÍB-6, legu og stærð er breytt, lóðum er fjölgað innan svæðisins og nýtingarhlutfall hækkað.
  • Settir eru skilmálar fyrir ný íbúðasvæði ÍB-7 og ÍB-8.
  • Opið svæði Ú-10 verður skilgreint á milli verslunar- og þjónustu V-10 og íbúðarsvæðis ÍB-7 og frístundabyggðar F-4.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 20.júní til  1.ágúst 2019.  Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps,  sjá HÉR og HÉR

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort