Deiliskipulagstillaga fyrir Hrifunes
21.05.2019

Í samræmi við 1.mgr. 41.gr. og 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi skipulagstillögu.

Deiliskipulagstillaga fyrir Hrífunes 213047

Deiliskipulagið nær til verslunar og þjónustusvæðis á lóð með landnúmer 213047 sem er í Hrífunesi í Skaftárhreppi. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 3500 m2. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss, ferðaþjónustuhúsa og bílastæða. Í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, V2 sem er 19ha og er ætlað fyrir veitingaþjónustu og bændagistingu. Deiliskipulagið nær aðeins til hluta þess.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps frá og með miðvikudeginum 22. maí - 3. júlí 2019 HÉR

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 3. júlí 2019.

Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort