Auglysing_um_skipulag
01.04.2019

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

 Deiliskipulagstillaga fyrir Hrífunes, Landnr. 163373

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er landnotkun fyrir Hrífunes (Landnr. 163373) skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði.

Núverandi byggingar á lóðinni eru Gistihús byggt 1947 (Mhl 04), Gisthús byggt 1954 (Mhl 03) og Gistihús byggt 2014 (Mhl 05).

Skilgreindur er nýr byggingarreitur samtals 375 m2 fyrir viðbyggingu/stakstæða byggingu austanmegin við núverandi gistihús (Mhl 04). Byggingin rúmar gistiherbergi ásamt íbúð fyrir staðarhaldara. Byggingin er einnar hæðar með kjallara. Leyfilegt byggingarmagn á reitnum er 420 m2. 

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með miðvikudeginum 3.april til 22.maí 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps sjá : HÉR

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort