Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
05.06.2018

Í samræmi við 1. og 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við lýsingu   vegna breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022.

Lýsing aðalskipulagbreytingar - Fyrir breytingu á þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri, Íþróttasvæði

Viðfangsefni hennar er breyting í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem reitur Ú-11 íþróttasvæði stækkar en reiturinn liggur austan við Kirkjubæjarskóla, sunnan Klausturvegar meðfram bökkum Skaftár.  Reitur fyrir þjónustustofnanir (S-11) minnkar. 

Markmið breytingarinnar er að skapa kjarna fyrir íþróttaiðkun við grunnskóla Kirkjubæjarklausturs og efla fjölbreytta íþróttaiðkun og útiveru.  Skapa aðstæður þar sem möguleiki er á stærri samkomum s.s. íþróttamótum í nálægð við önnur íþróttamannvirki og í hjarta þéttbýlisins.

Sjá lýsinguna í heild sinni HÉR

Lýsing aðalskipulagbreytingar - Fyrir breytingu á í landi Efri-Víkur og Hrífunes.

Viðfangsefni breytingarinnar er að gera ráð fyrir nýju verslunar- og þjónustusvæði í landi Efri-Víkur við Sauðagötu og stækkunar verslunar- og þjónustusvæðis (V2) við Hrífunes.

Markmið breytingarinnar er að verða við mikilli eftirspurn eftir gistirýmum í Skaftárhreppi en það er ósk eigenda Sauðagötu 12 að umrædd fasteign verði skráð sem gistiheimili.

Sjá lýsinguna í heild sinni HÉR

Í samræmi við 1. mgr. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við lýsingu skipulagsverkefnis fyrir  nýtt deiliskipulag við Laufskálavörðu.

Lýsing fyrir deiliskipulag í nágrenni við Laufskálavörðu vegna hugmynda um uppbyggingu á ómönnuðu þjónusthúsi fyrir ferðamenn. Svæði er skilgreint sem landbúnaðrsvæði í Aðalskipulagi Skaftárhrepps þar sem leyfilegt er að starfrækja þjónustu fyrir ferðmenn. 

Sjá lýsinguna í heild sinni HÉR

Lýsing skipulagsverkefnanna liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri og á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is. Opið hús verður á skrifstofu Skaftárhrepps þann 14. júní 2018 á milli kl. 12-14 þar sem hægt verður að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum. Athugasemdafrestur við lýsingu þessa er til 2. júlí 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustur, á netfangið margret@landmotun.is eða oskar@landmotun.is.

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi.

Skaftárhrepps.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort