Laust starf skˇlastjˇra KirkjubŠjarskˇla ß SÝ­u
08.05.2018

Laust er til umsóknar framtíðarstarf skólastjóra Kirkjubæjarskóla á Síðu sem staðsettur er á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli fyrir 1.-10. bekk með nemendur úr öllu sveitarfélaginu. Nemendafjöldi skólaárið 2017-2018 er 43 og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Aðstaða til íþróttaiðkunar er til mikillar fyrirmyndar ásamt því sem skólinn á í mjög góðu samstarfi við Héraðsbókasafnið sem staðsett er í sama húsi.

Einkunnarorð skólans eru kærleikur, bjartsýni og samvinna. Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.kbs.is.

Hlutverk skólastjóra:

  • Vera faglegur leiðtogi skólans
  • Bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
  • Ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi fræðslunefnd og sveitarstjórn
  • Vinna samkvæmt mennta- og læsisstefnu Skaftárhrepps

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og kennslufræði er æskileg
  • Þekking og reynsla á sviði stjórnunar og rekstrar æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar

Leitað er að jákvæðum og drífandi einstaklingi með mikið frumkvæði.

Laun eru skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Nánari upplýsingar veita Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri s:868 2337 og Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir formaður fræðslunefndar s: 893 7839

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní  n.k. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið sveitarstjori@klaustur.is.

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort