30% starf sl÷kkvili­sstjˇra til umsˇknar
09.01.2018

Laus er til umsóknar staða slökkviliðsstjóra í Skaftárhreppi. Um er að ræða 30% starfshlutfall. Leitað er af drífandi einstaklingi með mikið frumkvæði til að byggja upp öfluga liðsheild slökkviliðs Skaftárhrepps.

Starfssvið

  • Yfirumsjón með rekstri og viðhaldi tækja og búnaðar slökkviliðs
  • Eldvarnareftirlit í samstarfi við byggingarfulltrúa
  • Umsjón með útkallslista slökkviliðs
  • Gerða Brunavarnaráætlunar og eftirfylgni
  • Vettvangsstjórnun

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Löggilding sem slökkviliðsmaður með eins árs starfsreynslu í slökkviliði eða háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum
  • Meirapróf
  • Reynsla af mannaforráðum kostur
  • Lipurð í mannlegum samskiptum

Slökkviliðsstjóri starfar samkvæmt lögum nr. 75/2000 um brunavarnir. Uppfylli engin umsækjandi ofangreindar kröfur er sveitarstjórn heimilt að ráða slökkviliðsstjóra tímabundið til starfa.

Laun eru greidd skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjarki Guðnason slökkviliðsstjóri á bjarkig@klaustur.is eða Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri sveitarstjori@klaustur.is.  Umsóknir berist á sveitarstjori@klaustur.is 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort