Landart Ý Skaftßrhreppi
07.07.2017

Dagana 13. – 15. júlí 2017 verður, á vegum Kirkjubæjarstofu og menningarmálanefndar Skaftárhrepps, haldin þriggja daga vinnusmiðja/workshop með Hans Martin Lohrmann og Dagmar Langer ( Hama og Dagmar ) þýskum landart listamönnum sem þá verða á ferð um Ísland. Þátttaka er ókeypis en þátttakendur sjá sjálfir um ferðir, mat og gistingu. Fimmtudagur 13. júlí. Vinnusmiðjan hefst með mætingu á Kirkjubæjarstofu kl. 16:00. Þar munu þátttakendur ræða verkefnið framundan og ákveða með listamönnunum hvaða efni og hvaða staður/staðir verða valdir til að skapa útilistaverk, eitt eða fleiri, á svæðum sem henta og hafa leyfi hjá landeigendum/umráðamönnum. Í lok dagsins verður svo samvera og veitingar í boði Kirkjubæjarstofu. Föstudagur 14. júlí. Mæting á Kirkjubæjarstofu kl. 10:00. Þátttakendur vinna undir handleiðslu listamannanna Hama og Dagmar. Laugardagur 15. júlí. Mæting á Kirkjubæjarstofu kl. 10:00. Þátttakendur vinna að sköpun listaverks/listaverka með leiðsögn Hama og Dagmar. Í lok vinnusmiðjunnar verður samvera, aðstaða fyrir grill og tónlistarflutningur. Þátttaka tilkynnist á netfangið kbstofa@simnet.is eða til Eirnýjar í síma 869 0746 eða Ólafíu í síma 892 9650 fyrir 10. Júlí nk. Nánari upplýsingar hjá Eirnýju og Ólafíu og á facebook síðunni - LANDART í SKAFTÁRHREPPI 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort