RÝkisjar­ir - ÷flun upplřsinga
13.03.2017

Töluvert er rætt um ríkisjarðir í Skaftárhreppi. 

Ég hef talað og skrifað um nauðsyn þess að þær séu sem flestar setnar.

Ég hef í rauninni litlar upplýsingar um hve áhugi er mikill/lítill hér innan sveitar á að leigja eða kaupa ríkisjörð.
Því leita ég til ykkar.

Ég vildi svo gjarnan heyra hverjir hefðu áhuga. Ég er einungis að afla upplýsinga til að vera rökfastari. Ég myndi aldrei nota nöfn í umræðu.
Mig vantar að fá betri tilfinningu. Eru það tveir sem hafa áhuga. Eru það þrír. Er það ungt fólk, búfræðingar o.s.frv.

Þeir sem hafa samband eru hvorki komnir í röð eða úrtak.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur.
Annað hvort í síma, 869 0746 eða í tölvupósti á netfangið eirny@klaustur.
Einnig eru allir velkomnir á Kirkjubæjarstofu sem vilja ræða málin.

Kveðja,
Eirný Vals
verkefnisstjóri Skaftárhreppur til framtíðar

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort