Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
16.02.2017

 

Auglýsing um skipulagsmál í Skaftárhreppi

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Í samræmi við 31.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar.

 

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2012-2022 í landi Efri Víkur

Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Efri-Víkur í Landbroti þar sem hluti opins svæðis, frístundabyggðar og landbúnaðar fer undir íbúðabyggð. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag.

Greinagerð - Breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Efri - Víkur

Uppdráttur - mynd

Umsögn Skipulagsstofnunnar

 

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2012-2022 - Ferðaþjónusta í landi Tungu

Viðfangsefni breytingarinnar er nýtt verslunar- og þjónustusvæði í landi Tungu. Gert er ráð fyrir 75 herbergja hóteli á tveimur hæðum og jarðhæð, gistihúsum og sögusafni. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag.

Í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulög.

Greinagerð - Breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Tungu

Þéttbýlisuppdráttur - mynd

Umsögn Skipulagsstofnunnar

 

Deiliskipulag - Efri Vík deiliskipulag íbúðar og frístundabyggðar

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Efri-Vík í Landbroti vegna íbúða- og frístundabyggðar. Í tengslum við uppbyggingu á  ferðaþjónustu að Efri-Vík og í sveitarfélaginu öllu hefur verið skortur á aðstöðu fyrir starfsfólk og möguleikum á uppbyggingu íbúðarhúsa á Klaustri og í nágrenni. Bregðast á við þessari vöntun með breyttri notkun lóða innan frístundasvæðis að Efri-Vík. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir 14 íbúðalóðum og 18 frístundalóðum. Skipulagssvæðið er samtals um 65 ha.

Greinargerð - Deiliskipulag íbúða- og frístundabyggðar Efri - Vík

Uppdráttur - Deiliskipulag

Deiliskipulag - Tunga

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir hótel, gistihús og sögusafn í landi Tungu. Svæðið er innan skilgreinds þéttbýlis Kirkjubæjarklausturs skv. aðalskipulagi Skaftárhrepps og liggur sunnan Meðallandsvegar. Aðkomuvegur inn á svæðið er eftir núverandi vegi í Tungu. Áformað er að byggja allt að 75 herbergja hótel ásamt aðstöðu fyrir móttöku og aðra þjónustu. Einnig er áformað að byggja 25 gistihús og sögusafn.

Greinargerð - Deiliskipulag ferðaþjónustu í landi Tungu

Uppdráttur - Deiliskipulag

 

Deiliskipulag - Tillaga að deiliskipulagi gistihúsa Byggðarbóls Kálfafelli.

Deiliskipulagið nær til lóðar á jörðinni Kálfafell I í Skaftárhreppi. Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er 4,2 ha. Skipulagið tekur til ferðaþjónustuhúsa, aðkomuvegar af núverandi vegi og bílastæða. Samhliða deiliskipulagi er auglýst breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps þar sem ákvæðum á landbúnaðarlandi er breytt.

Deiliskipulag Kálfafell

 

Deiliskipulag - Kálfafell Skaftárhreppi ferðaþjónustuhús

Deiliskipulagið nær til lóðar á jörðinni Kálfafell I í Skaftárhreppi. Heildarstærð deiliskipulagssvæðisins er 8800 m2. Deiliskipulagið tekur til ferðaþjónustuhúsa, afleggjara af núverandi vegi og bílastæða. Samhliða deiliskipulagi er auglýst breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps þar sem ákvæðum á landbúnaðarlandi er breytt.

Í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi lýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Deiliskipulag Kálfafell

 

Lýsing aðalskipulagsbreytingar - Iðjuvellir 3

Viðfangsefni breytingarinnar er að gera eftirfarandi breytingu á þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustur: Reitur V-6 undir verslun og þjónustu stækkar til norð-austurs um 0,4 ha. Reitur A1 undir athafnasvæði minnkar sem því nemur. Fyrirhugað er að breyta húsnæði í hótel fyrir ferðamenn á reit A-1, þar sem áður var verkstæði. 

Aðalskipulag Skaftárhrepps - Lýsing fyrir breytingu á þéttbýlinu, Iðjuvellir

Þéttbýlisuppdráttur

 

Tillögur þessar liggja frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Skaftárhrepps, Klausturvegi  10, 880 Kirkjubæjarklaustri og á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is, frá 16. febrúar 2017 til og með 3.apríl 2017. Athugasemdir ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Klaustur eða í tölvupósti á bygg@klaustur.is eða bygg@vik.is.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 3.apríl 2017. Athugasemdafrestur við lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Iðjuvalla 3 er til og með 24.febrúar 2017.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulags og byggingarfulltrúi

Skaftárhreppur

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort