Auglřsing um skipulagsmßl Ý Skaftßrhreppi
01.11.2016

 

Auglýsing um skipulagsmál í Skaftárhreppi

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Í samræmi við 31.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2012-2028 - Breyting á Kirkjubæjarklaustri vegna gestastofu.

Unnin hefur verið tillaga að breytingu aðalskipulags Skaftárhrepps 2012-2028, gerð er breyting á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð. Í breytingunni felst að bætt er við nýju stofnanasvæði (S12) við Sönghól sunnan við Skaftá en reiturinn er ætlaður fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulag.

Deiliskipulag - Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við Sönghól sunna Skaftár

Samhliða breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins. Markmið deiliskipulagsins er að skapa umgjörð um gestastofu vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem staðsetning endurspeglar sýnileika, víðsýni að jökli og nánasta umhverfi.  

Tillögur þessar liggja frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Skaftárhrepps, Klausturvegi  10, 880 Kirkjubæjarklaustri og á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is, frá 1. nóvember 2016 til og með 15. desember 2016. Athugasemdir ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Klaustur eða í tölvupósti á bygg@vik.is.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 15. desember 2016.

 

Aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022 - Breyting á Kirkjubæjarklaustri vegna gestastofu.

Uppdráttur af deiliskipulagi

Þéttbýlisuppdráttur - Kirkjubæjarklaustur - Gestasofa

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulags og byggingarfulltrúi

Skaftárhreppur

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort