Laust starf skipulags- og byggingarfulltr˙a
27.10.2016

Laust er starf skipulags- og byggingarfulltrúa í Skaftárhreppi sem er annað landstærsta sveitarfélag á Íslandi. Leitað er eftir öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur metnað og áhuga á að byggja upp og þróa starfið.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fer með framkvæmd skipulags- og byggingarmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við sveitarstjórn og skipulagsnefnd sveitarfélagsins ásamt því að vinna náið með sveitarstjóra.

Helstu verkefni;

  • móttaka skipulags- og byggingarerinda
  • undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
  • úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
  • útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa.
  • Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa  
  • yfirferð uppdrátta
  • skráning fasteigna og stofnun lóða.
  • áætlanagerð vegna verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.
  • Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis stjórnkerfis byggingarfulltrúa. 

Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum og opinberri stjórnsýslu er mikilvæg, einnig að viðkomandi hafi iðnmenntun sem bakgrunn. Til greina kemur að sækja um tímabundna undanþágu frá hæfisskilyrðum hafi enginn umsækjenda fullgild réttindi til að verða skipulagsfulltrúi þegar ráðið verður í starfið.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið sveitarstjori@klaustur.is. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. 

 

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort