Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi
25.04.2016

Skólastjóri tónlistarskólans

Laust er til umsóknar starf skólastjóra tónlistarskólans í Skaftárhreppi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst 2016 og er um að ræða framtíðarstarf. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að byggja upp öflugt tónlistarstarf og kennslu.

Launakjör eru samkvæmt  kjarasamningu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og KÍ f.h. Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Nánari upplýsingar um starfið má nálgast HÉR og umsóknir og fyrirspurnir sendist á sveitarstjori@klaustur.is.

Umsóknarfrestur er til  1. júní n.k.

Íþróttakennari og íþrótta- og tómstundafulltrú í Skaftárhreppi

Skaftárhreppur er að leita að metnaðarfullum og dugmiklum einstaklingi með íþróttakennarapróf til að sjá um íþrótta- og sundkennslu í 1.-10. bekk í Kirkjubæjarskóla og halda utan um uppbyggingu á íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur einnig umsjón með rekstri félagsmiðstöðvar og sinnir forvarnarmálum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst 2016.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan H. Kjartansson skolastjori@klaustur.is og Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjori@klaustur.is. Einnig má nálgast upplýsingar HÉR

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí n.k.

Grunnskólakennarar í Kirkjubæjarskóla

Grunnskólakennara vantar í Kirkjubæjarskóla næsta skólaár.  Kennslugreinar eru m.a.

  • kennsla yngri barna (1. - 2. bekkur)
  • tónmennt

Upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson, skólastjóri: 865-7440. Nánari upplýsingar um skólann og Skaftárhrepp eru á http://www.kbs.is og www.klaustur.is. Umsóknir má senda á netfang skólans skolastjori@klaustur.is eða í pósti merktar, Kirkjubæjarskóli, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustur, fyrir . 15. maí. 

Hjúkrunarfræðingur á Klausturhólum

Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða 80 eða 100% starf, dagvinnutími og bakvaktir, og er starfið í boði nú þegar eða eftir samkomulagi. Húsnæði er í boði.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar gefa Anna Gyða Gunnlaugsdóttir og Matthildur Pálsdóttir hjúkrunarfræðingar í síma 487 4870 og tölvupóstfangið klausturholar@klaustur.is.

Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.

Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 130 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, kaffihús og íþróttamiðstöð. Í íþróttamiðstöðinni er að finna glæsilegt íþróttahús, sundlaug og tækjasal.

Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort