Laust starf leikskˇlastjˇra vi­ Heilsuleikskˇlann KŠrabŠ
23.06.2015

Starf leikskólastjóra í Heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri

Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum leiðtoga í starf leikskólastjóra á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Kæribær er einnar deildar leikskóli með heilsdagsrými fyrir 16 börn á aldrinum eins til sex ára.

 

Starfssvið

Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri

Fagleg forysta og forysta í samstarfi við foreldra og grenndarsamfélag

Stjórnun og ráðning starfsfólks

      Framvinda og þróun í starfi leikskólans

      Ábyrgð og þátttaka í uppeldishlutverki

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun

Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg

Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

Hæfni í mannlegum samskiptum

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ f.h. félags stjórnenda leikskóla.

Nánari upplýsingar og umsóknir sendist á sveitarstjori@klaustur.is. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. ágúst.

Umsóknarfrestur er til  og með 30. júní n.k. 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort