Starf tˇnlistarskˇlastjˇra laust til umsˇknar og organista Ý hlutastarfi
22.05.2015

Laust er til umsóknar starf tónlistarskólastjóra hjá Skaftárhreppi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2015. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að byggja upp öflugt tónlistarstarf og kennslu.

Starfssvið:

*Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans.
*Tónlistarkennsla.
*Fagleg forysta, gerð árlegrar starfsáætlunar og eftirfylgni.
*Umsjón og ábyrgð á samstarfi sem skólinn á við aðrar stofnanir.
*Stuðla að framþróun skólastarfsins í samræmi við skólastefnu og þátttaka í endurskoðun hennar.

Menntun, reynsla og hæfni:

*Tónlistarnám og hafa lokið kennara- og/eða einleikaraprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða háskóla.
*Reynsla af tónlistarkennslu.
*Góð færni í mannlegum samskiptum.
*Að eiga gott með að vinna með fólki á öllum aldri.
*Áhugi á tónlist af öllu tagi.
*Hvetjandi og góð fyrirmynd.
*Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
*Góð reynsla og/eða menntun á sviði rekstrar og stjórnunar.

Launakjör eru samkvæmt  kjarasamningu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og KÍ f.h. Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Nánari upplýsingar og umsóknir sendist á sveitarstjori@klaustur.is. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta.

Umsóknarfrestur er til  og með 4. júní n.k.

Starf organista í Kirkjubæjarklaustursprestakalli, hlutastarf

Laust er starf organista eða tónlistarstjóra ásamt kórstjóra í Kirkjubæjarklaustursprestakalli sem getur hentað ágætlega samhliða starfi við Tónlistarskólann. Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru fjórar sóknir þar sem starfandi eru tveir kórar sem æfa einu sinni í viku yfir vetrartímann. Í Prestsbakkakirkju er 8 radda pípuorgel en í hinum kirkjunum eru allgóð harmoníum.

Launakjör eru skv. samningi félags íslenskra orgelleikara. Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur og Elín Anna Valdimarsdóttir veita nánari upplýsingar um starfið í síma 849 7549 og 895 1625eða netföngin ingolfh@gmail.com og elinanna@simnet.is.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní

Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 130 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, vínbúð, heilsugæslustöð, leikskóla, kaffihús og íþróttamiðstöð. Í íþróttamiðstöðinni er  glæsilegt íþróttahús, sundlaug og tækjasalur.

Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort