Pakkar sˇttir heim a­ dyrum
26.02.2015

Fréttatilkynning 26. febrúar 2015

Pakkarnir sóttir heim að dyrum

 

Póstbílar taka við póstafgreiðslu í Vík og á Klaustri. Breytingin tekur gildi 2. mars í Vík og 3. mars á Klaustri. Póstbílarnir munu veita sambærilega þjónustu og pósthúsin, ásamt því að dreifa og taka við pósti frá íbúum.  

Póstbílarnir munu aka alla virka daga frá kl 10:00 til 12:00. Til að koma frá sér sendingum er haft beint samband við póstbílana. Ef sérstakar óskir eru varðandi afhendingu sendinga má koma þeim á framfæri og reynt verður að verða við slíkum beiðnum eins og kostur er. Samskonar þjónusta póstbíla er starfrækt á um 20 stöðum víðsvegar um landið og hefur gefist vel. Samhliða þessari breytingu á þjónustu verður póstafgreiðslum í Vík og á Klaustri lokað.

 

Frímerki verða áfram seld í Kjarval og verður póstkassi þar áfram.
Sími póstbílsins á Vík er 825 1024.
Sími póstbílsins á Klaustri er 825 1449.
Aðrar upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Póstsins í síma 580 1200.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort