KirkjubŠjarstofa Ý samstarfi vi­ FrŠ­sluneti­ og HßskˇlafÚlag Su­urlands.
21.08.2014

Síðastliðið haust var komið upp fjarnámsbúnaði og fjarfundaraðstöðu á Kirkjubæjarstofu í samstarfi við Fræðslunetið og Háskólafélag Suðurlands. Fjöldi námskeiða voru haldin síðastliðinn vetur, bæði í staðarnámi og í gegnum fjarfundarbúnað og ánægjulegt var að sjá hversu námskeiðin voru vel sótt. Vonandi mun sú saga endurtaka sig á komandi vetri en ýmis námskeið verða í boði og verða þau meðal annars auglýst í dreifbréfi Fræðslunetsins.

 

Sex háskólar á Íslandi bjóða upp á fjarnám af einhverju tagi, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst, sem og aðrir skólar, endurmenntunarstofnanir og skólabrýr. Fjarnemar eru hvattir til að athuga hjá sínum skóla hvort að hægt sé að stunda nám sitt í gegnum búnaðinn á Kirkjubæjarstofu.

 

Kennslustofuna er einnig hægt að nýta til verkefnavinnu, heimalærdóms eða sem fundaraðstöðu og er aðstaðan að öllu leiti mjög góð.  Til að bóka stofuna þarf að hafa samband við Kirkjubæjarstofu í síma: 487-4645.

 

 Kirkjubæjarstofa

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort