Tˇnleikadagskrß Kammer um helgina.
27.06.2014

Þrennir tónleikar verða um helgina á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri.

 

Föstudagur 27. júní kl. 21:00

Spilmenn Ríkínís flytja íslenska þjóðlagatónlist úr safni Bjarna Þorsteinssonar, útsetta af hópnum, og tónlist úr íslenskum handritum frá 11. öld. Allir meðlimir hljómsveitarinnar syngja og leika jafnframt á sjaldséð hljóðfæri, sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma, svo sem gígju, symfón, langspil, hörpu og trumbu.

 

Laugardagur 28. júní kl. 17:00

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Dúo Roncesvalles flytja spænsk lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýútkomnum geisladiski þeirra, Secretos quiero descuvrir. Efnisskrá tónleikanna er sérstaklega persónuleg, þar sem öll lögin voru samin eða útsett með tríóið í huga, af tónskáldunum Francisco Javier Jáuregui, David del Puerto og Agustín Castilla-Ávila. Guðrún Jóhanna og Dúo Roncescalles hafa komið fram á tónlistarhátíðum á Spáni, Bretlandi og í Þýskalandi. Á Kirkjubæjarklaustri munu þau frumflytja nýtt verk, Ég er brott frá þér bernska, eftir staðartónskáld hátíðarinnar í ár, Þóru Marteinsdóttur (f. 1978), við ljóð eftir Halldór Laxness.

 

Sunnudagur 29. júní kl. 15:00

Kórinn Hljómeyki, undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur, stígur á stokk og syngur tónlist frá sextándu öld til tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en kórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt í ár. Af efnisskránni má nefna lög við ungversk þjóðkvæði og  þjóðlagaútsetningar eftir Ligeti í íslenskum þýðingum eftir Gunnstein Ólafsson og kórverk eftir núverandi og fyrrverandi meðlimi kórsins, þau Hreiðar Inga Þorsteinsson, Þóru Marteinsdóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur, ásamt ástsælu lögunum Sofðu, unga ástin mín og Vísum Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson.

 

Staðartónskáld Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2014 er Þóra Marteinsdóttir, sem hefur samið verkið Ég er brott frá þér bernska við ljóð eftir Halldór Laxness. Dúo Roncesvalles og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir munu frumflytja verkið laugardaginn 28. júní.

 

Miðaverð á tónleika:
3.500 kr. á staka tónleika, 6.000 kr. á tvenna tónleika og 8.500 kr. á þrenna.
Eldri borgarar: 3.000 kr. á staka tónleika, 5.500 kr. á tvenna tónleika og 7.500 kr. á þrenna.
Miðasala fer fram við innganginn.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort