Vi­sn˙ningur Ý afkomu Skaftßrhrepps.
19.05.2014

 

Fjárhagur Skaftárhrepps hefur snúist til hins betra með samstilltu átaki sveitarstjórnar, íbúa og ekki síst starfsmanna sveitarfélagsins.  Lagt var í margar smáar aðgerðir og nokkrar stórar til hagræðingar í rekstri  sem og endurfjármögnun á þeim lánum sem sveitarfélagið hafði.  Allt hefur þetta skilað sér í batnandi afkomu og meiri möguleikum til fjárfestinga.  

Sveitarstjórn samþykkti  í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2014  að leikskólagjöld skyldu lækka um 15% frá áramótum.  Enda gróska mikil hjá barnafjölskyldum okkar.

 

Ársreikningur Skaftárhrepps 2013 var samþykktur með seinni umræðu á sveitarstjórnarfundi, fimmtudaginn 15. maí.  Þar kemur fram að í A- hluta rekstrarreiknings voru heildartekjur 384,5 mkr. þar af 206,5 mkr. skatttekjur, 104,9 mkr. úr Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 73 mkr.  Rekstrargjöld voru 339,6 mkr. með afskriftum.  Afskriftir í A hluta voru 11,2 mkr. 
Heildartekjur samstæðu (A og B hluta) voru 399 mkr., rekstrargjöld 338,8 mkr. þar af 14,1 mkr. í afskriftir.  Fjármagnsgjöld voru 20,8 mkr. og rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 39,4 mkr. 
Rekstrarniðurstaða  A og B hluta skv. ársreikningi ársins 2010 var neikvæð um 29,1 m.kr.   Viðsnúningur síðustu þriggja ára er því  68,5 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri samstæðu var 16,4% (62,2 m.kr) á árinu 2013 en var neikvætt um 1,8% (-9,8 m.kr) á árinu 2010. 

Þessi árangur  hefur náðst með góðri samvinnu starfsmanna sveitarfélagsins sem og þolinmæði og  jákvæðu viðhorfi íbúa.  Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að ná þessum góða árangri.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort