Dagur umhverfisins, 25. aprÝl haldinn hßtÝ­legur ß Klaustri.
28.04.2014

Dagur umhverfisins var haldinn hátíðlegur á Kirkjubæjarklaustri föstudaginn 25. apríl síðastliðinn.

 

Afhending nettengdra myndsendingatækja.

Á heilsugæslunni afhenti Sólrún Ólafsdóttir fyrir hönd Styrktarsamtaka heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri Heilsugæslunni tæki sem gerir starfsmönnum kleyft að fá álit sérfræðinga, sem staðsettir eru annarsstaðar á landinu, á sérstökum tilfellum sem hrjá sjúklinga.
Tækið samanstendur af eyrnamyndatökutæki, augnmyndatökutæki, munnhols- og hálsmyndatæki, blóðþrýstings- og súrefnismettunarmæli ásamt hjartalínuriti.
Styrktarsamtökin hafa afhent Heilsugæslunni tækjabúnað fyrir um sjö og hálfa milljón króna nú þegar og segjast hvergi vera hætt. 

Sigurður Árnason læknir, Auðbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Magnús Skúlason forstjóri HSU, Sólrún Ólafsdóttir gjaldkeri styrktarsamtakanna og Ragnhildur Andrésdóttir móttökuritari.

 

Snyrtiaðstaðan við Fjaðrárgljúfur var formlega tekin í notkun

og afhenti Steingerður Hreinsdóttir, verkefnastjóri Kötlu Jarðvangs,  Ragnheiði Hlín Símonardóttur formanni umhverfis- og náttúruverndarnefndar Skaftárhrepps lykil að aðstöðunni.

Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi.

Að verkefninu stóðu Katla jarðvangur, Skaftárhreppur, Vatnajökulsþjóðgarður, Kirkjubæjarstofa, Friður og Frumkraftar og Ferðamálafélag Skaftárhrepps. Hönnuður byggingarinnar er Birgir Teitsson hjá Arkís ehf, sá hinn sami og sigraði í samkeppni Skógræktarinnar um áningarstaði í Þjóðskógum í vor.

Smiðir frá  RR Tréverki á Kirkjubæjarklaustri byggðu húsið.

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Skaftárhrepps afhenti viðurkenningar nefndarinnar fyrir árið 2013.


Bryndís Guðgeirsdóttir, Ragnheiður Hlín Símonardóttir, Kári Kristjánsson, Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, Ragnar Jónsson og Ásdís Sigurjónsdóttir Dalshöfða og Örn Karlsson forsvarsmaður Leiðvalla.

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri-
hlaut viðurkenningu frá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Skaftárhrepps, fyrir störf sín og sýningar, tengdar rannsóknum eða öðru efni um náttúru og sögu svæðisins.

 

Leiðvellir félag áhugafólks um Félagsheimilið í Efri-Ey-
hlaut viðurkenningu frá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Skaftárhrepps,fyrir endurbætur og lagfæringar Félagsheimilisins í Efri-Ey í Meðallandi.

 

Dalshöfði Gistiheimili í Fljótshverfi-
hlaut viðurkenningu frá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Skaftárhrepps, fyrir snyrtilegt umhverfi og vel heppnaða uppbyggingu á myndarlegu býli.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort