Hj˙krunarforstjˇri Klausturhˇlum
24.03.2014

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhólar á Kirkjubæjarklaustri auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar.

Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga. 

Klausturhólar er glæsilegt hjúkrunar- og dvalarheimili með 20 íbúum. Ný og vel búin hjúkrunarálma var tekin í notkun 2006. Samstarf er milli Klausturhóla og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem starfrækir heilsugæslustöð á Kirkjubæjarklaustri.

Á Kirkjubæjarklaustri er grunnskóli, tónlistarskóli og leikskóli. Þar er góð aðstaða til íþróttaiðkunar í nýrri íþróttamiðstöð með sundlaug, íþróttasal og tækjasal. Í nágrenninu er íþróttavöllur og golfvöllur. Náttúrufegurð í Skaftárhreppi er rómuð og mikil uppbygging á sér stað, einkum í ferðaþjónustu. Eitt af helstu hliðum Vatnajökulsþjóðgarðs er í Skaftárhreppi.

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2014.

Umsóknir sendist til sveitarstjóra Skaftárhrepps, Skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. 

Umsóknir má einnig senda á netfangið sveitarstjóri(hjá)klaustur.is.

Nánari upplýsingar veita:
Eygló Kristjánsdóttir, formaður rekstrarnefndar Klausturhóla,sími: 487 4840,
netfang: sveitarstjori(hjá)klaustur.is eða

Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla, sími: 698 7272
netfang: sigtrudur(hjá)gmail.com.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort