Umhverfis- og au­lindarß­herra veitir Skaftßrhreppi styrk.
06.02.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti í gær (5. feb) um þá ákvörðun að veita Skaftárhrepp styrk vegna kaupa sveitarfélagsins á varmadælu til að hita upp Kirkjubæjarskóla,  íþróttahús og sundlaug sveitarfélagsins. Styrkurinn er veittur í samræmi við markmið um endurnýjanlega orku og orkunýtni í skýrslu Alþingis um Græna hagkerfið.

Skaftárhreppur er á svokölluð köldu svæði, þar sem ekki hefur fundist heitt vatn sem nýta má til húshitunar. Voru skólinn og íþróttamannvirki á árum áður hituð upp með svartolíubrennara og síðar með varma frá sorpbrennslustöð sveitarfélagsins. Eftir að sorpbrennslustöðinni var lokað í árslok 2012 hafa mannvirkin verið kynt með rafmagni og var sundlauginni lokað um tíma.  

Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag setur upp varmadælu af þessari stærðargráðu og má ætla að önnur sveitarfélög á köldum svæðum geti nýtt sér reynsluna af notkun hennar. Þetta nýsköpunarverkefni fellur því vel að markmiðum um betri orkunýtingu í ályktun Alþingis um Græna hagkerfið.

Styrkurinn nemur átta milljónum króna en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Skaftárhrepps vegna kaupa og uppsetningu dælunnar sé um 16 milljónir króna.

 

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2537 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort