Eftirfylgnifundur
20.01.2014

Skaftárhreppur til framtíðar, næsti fundur 6. febrúar

Fimmtudagskvöldið 6. febrúar, verður haldinn opinn íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri til að fylgja eftir íbúaþinginu sem haldið var í október.  Fundurinn er hluti af verkefninu „Skaftárhreppur til framtíðar“, á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS, Háskólans á Akureyri og íbúa Skaftárhrepps.

Á fundinum verður greint frá hvernig verkefnisstjórn hyggst fylgja skilaboðum íbúaþingsins eftir, hvaða hugmyndir munu koma til framkvæmda og hvernig helstu áherslum verður komið á framfæri við þingmenn, stofnanir og ríkisstjórn.  Ekki mun allt verða að veruleika sem rætt var á þinginu.  Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, sumt er ekki gerlegt og annað kannski ekki tímabært, svo dæmi sé tekið.  Í lok þingsins skráðu íbúar sig á málaflokka og hafa verið að vinna að einhverjum málum.  Spurt verður frétta af slíkum verkefnum á fundinum. 

Fundurinn byggir að mestu á kynningum, en tími verður fyrir fyrirspurnir og umræður í lok fundar.

Skaftárhreppur býður upp á kaffi og kleinur. 

 

Fundurinn verður haldinn í Kirkjuhvoli og hefst kl. 20.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort