B÷rnin hafa forgang.
13.12.2013

Börnin í forgang í Skaftárhreppi.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps staðfesti fjárhagsáætlun Skaftárhrepps fyrir næstu fjögur ár á fundi  sínum fimmtudaginn 12. desember.  Útsvarshlutfall verður í hámarki enda er það forsenda fyrir framlögum Jöfnunarsjóðs, en áhersla var lögð á að létta undir með barnafólki og til að mynda tekin ákvörðun um að gjaldskrár myndu einvörðungu taka verðlagsbreytingum.  Gjaldskrá dagvistargjalda leikskóla  hefur undanfarið verið hærri en í nágrannasveitarfélögum en nú var tekin ákvörðun um 15% lækkun dagvistargjalda.  Gjaldskrá  íþróttamiðstöðvar verði óbreytt, hafa því börn í Skaftárhreppi áfram gjaldfrjálsan aðgang að íþróttamiðstöðinni.

 Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps 2014 gerir ráð fyrir 1.346 þús kr. rekstrartapi aðalsjóðs, sem inniheldur rekstur helstu málaflokka sveitarfélaga s.s. fræðslumál, menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, hreinlætismál, skipulagsmál og fleira.  Gert er ráð fyrir 31.120 þús.kr. rekstrarafgangi eignarsjóðs og er niðurstaða A-hluta því  29.774 þús.kr.í  rekstrarafgang. 

Fyrir samantekin reikningsskil A- og B-hluta er gert ráð fyrir að skatttekjur verði 203,6 m.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 91 m.kr. og aðrar tekjur 60,9 m.kr.. Laun og launatengd gjöld eru áætluð 138 m.kr., önnur rekstrargjöld 147,7 m.kr. og afskriftir 17,1 m.kr.  Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð jákvæð 52,9 m.kr., rekstrarniðurstaða í heild er jákvæð um 35,5 m.kr.   Eignir eru samtals áætlaðar 568,6 m.kr., skuldir og skuldbindingar 297,6 m.kr. og eigið fé því 271 m.kr. handbært fé í  árslok er áætlað 58,3 m.kr.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort