Kirkjubæjarstofa opnar útiljósmyndasýningu 8. júní 2013 við Skaftárstofu – upplýsingamiðstöð sem staðsett er í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.
Um er að ræða 12 ljósmyndir, prentaðar á álplötur 70 x 100 sm að stærð. Ljósmyndirnar eru allar eftir Snorra Baldursson þjóðgarðsvörð á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og sýna landslag og stórbrotin ummerki Skaftáreldanna sem einmitt hófust á hvítasunnudag þann 8. Júní 1783. Ljósmyndasýningin er sett upp í tilefni þess að 230 ár eru liðin frá upphafi Skaftárelda (1783 –1784).

Styrktaraðilar sýningarinnar eru: Menningarráð Suðurlands, Vatnajökulsþjóðgarður og Katla – Jarðvangur.