Menningarlandi­ - rß­stefna
27.02.2013

Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga

Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12. apríl 2013

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boða til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem fram fer á Icelandair Hótel Klaustri.

Megintilgangur ráðstefnunnar er að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna. Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því þarf að meta reynsluna af þeim til að geta gert áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til Sóknaráætlunar 20/20.

Fyrir hverja? Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og menningarferðaþjónustu á Íslandi eru hvattir til að taka dagana 11. og 12. apríl frá og mæta á ráðstefnuna, enda verða umræðurnar þar grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningarsamningana.

Ráðstefnugjald er 13.500 kr. Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar báða dagana og hátíðarkvöldverður (án drykkja) á fimmtudagskvöldinu. Ráðstefnan hefst um hádegi fimmtudaginn 11. apríl og lýkur síðdegis föstudaginn 12. apríl.

Sérþarfir varðandi mat óskast tilkynntar á netfangið klaustur@icehotels.is og verður reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa ofnæmi eða óþol.

Dagskrá ráðstefnunnar er í vinnslu og verður birt hér á vefnum þegar hún er fullmótuð.

Nánar:   http://www.samband.is/menningarlandid2013

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort