Rammaskipulag Fjallabaki
13.02.2013

 Fjallabak
rammaskipulag á hálendissvæðum
Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Skaftárhreppi.

Sveitarféögin Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhreppur hafa skipað vinnuhóp til að vinna að sameiginlegri stefnumörkun í sviði samgangna og ferðaþjónustu á hálendissvæðum sveitarfélaganna.  Steinsholt sf. vinnur með stýrihónum sem skipulagsráðgjafi verkefnisins.

Lýsing fyrir verkefnið liggur fyriri og þar kemur m.a. fra afmörkun svæðis, markmið verkefnis og verklýsing og má nálgast hana á heimasíðum sveitarfélaganna (í stiku hægra megin  stjórnsýsla/skipulagsmál) .  Málstofa þar sem verkefnið verður kynnt frekar, verður á Hvolsvelli 27. febrúar og verður auglýst nánar síðar.

Allir íbúar, áhugafólk og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér verkfnið og koma ábendingum og tillögum til skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna eða til ráðgjafa Steinsholts sf.

Sjá nánar:
Skaftárhreppur; www.klaustur.is ,    Rangárþing eystra; www.hvolsvollur.is . Rangárþing ytra; www.ry.is ,    eða   www.steinsholt.is

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps
- Anton Kári Halldósson, bygg@hvolsvollur.is
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
- Haraldur Birgir Haraldsson, birgir@ry.is

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort