Vi­urkenningar Umhverfis- og nßtt˙ruverndarnefndar Skaftßrhrepps 2013
01.02.2013

Viðurkenningar Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Skaftárhrepps voru afhendar miðvikudaginn 30. janúar við fámenna en afar góðmenna athöfn á Héraðsbókasafninu Kirkjubæjarklaustri. Viðurkenningar fengu að þessu sinni;  Fótspor – félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi, fyrir þakkarverð störf innan sveitarfélagsins Skaftárhrepps við lagfæringar og viðhald húsa sem hafa mikla merkingu fyrir sögu Skaftárhrepps og íbúa, en með vinnu sinni stuðla meðlimir Fótspora að bættri ímynd svæðisins og sýna umhverfi okkar og sögu Skaftfellinga mikla virðingu. Hin viðurkenningin var veitt gönguhópi Félags eldri borgara í Skaftárhreppi fyrir þakkarverð störf innan sveitarfélagsins Skaftárhrepps við hreinsun og tiltekt á opnum svæðum á Kirkjubæjarklaustri, en á gönguferðum sínum hefur hópurinn hirt upp allt rusl sem á vegi þeirra verður og bætt með því útlit og ímynd svæðisins. Nefndin færir öllum þeim framtakssömu og duglegu einstaklingum þakkir, sem af virðingu og fórnfýsi koma að þessum góðu störfum og stuðla að bættri ímynd okkar fallega umhverfis hér í Skaftárhreppi.

Myndir frá afhendingunni má sjá hér.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort