Setningarhátíð Uppskeruhátíðar Skaftárhrepps og Safnahelgar á Suðurlandi sem vera átti á Kirkjubæjarklaustri 1. nóv. er aflýst vegna veðurs og slæmrar veðurspár framundan.

Af sömu ástæðu hefur opnun Dýralækjaskerjakofans á Mýrdalssandi, eftir endurbætur Fótspora - félags um sögu og minjar í Skaftárhreppi, einnig verið frestað.

Önnur atriði á dagskrá Uppskeruhátíðar Skaftárhrepps fara fram eftir því sem veður og aðstæður leyfa.