Kynningarfundur Vina Vatnaj÷kuls
31.08.2012

Kynningafundur Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 3.09. kl. 20:30.   

Allir velkomnir.

Vinirnir óska nú í þriðja sinn eftir styrkumsóknum 

Umsóknarfrestur stendur til 30. september 2012

Hlutverk og markmið Vina Vatnajökuls er m.a.

 • Að afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf umVatnajökulsþjóðgarð með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru þjóðgarðsins.
 • Að stuðla að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samráði við stjórn þjóðgarðsins og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda.
 • Að efla fræðslu og rannsóknir í Vatnajökulsþjóðgarði og næsta umhverfi hans.
 • Að styrkja verkefni sem stuðla að samspili Vatnajökulsþjóðgarðs og samfélagsins.
 • Að beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn.
 • Að efla skilning umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu.


 Við styrkveitingar vilja Vinirnir setja í forgang verkefni sem stuðla að:

 

 • Aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs
 • Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins
 • Aukinni fræðslu og rannsóknum íVatnajökulsþjóðgarði og grenndarsamfélagi hans
 • Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs
 • Tengslum barna og unglinga við náttúruna
 • Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu
 • Eflingu samkenndar um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn
 • Sjálfbærri ferðaþjónustu

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort