FrÚttapistill frß mßl■inginu - Sagan og framtÝ­in
04.05.2012

Sagan og framtíðin – málþing um ferðamál, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri dagana 26. og 27. apríl var vegleg skrautfjöður til heiðurs 20 ára ferðamálasögu Skaftárhrepps, auk þess að vera veglegt framlag hreppsins í jarðvangsviku Kötlu Jarðvangs. 

Á fyrri degi málþings var sögu ferðamála og framgangi þeirra gerð góð skil, ásamt því að gera ítarlega grein fyrir stöðu dagsins í dag með framsögu bæði fyrrverandi og núverandi frammámanna ferðamála í Skaftárhreppi.  Tækifæri Opins Landbúnaðar voru einnig gerð góð skil af Berglindi Hilmarsdóttur, sem og undirstikaði jákvæða samlegð landbúnaðar og ferðaþjónustunnar. Málstofu dagsins var síðan lokið með gönguferð undir stjórn hins nýja ferðaþjónustufyrirtækis Skaftárhrepps - Slóðir, sem leiddi hópinn og fræddi um mosagróður á veggjum gamla kirkjugarðsins á Klaustri og sagði okkur sögu móbergshryggja Síðufjallanna.  Á Kirkjugólfinu var boðið upp á veitingar Kötlu Jarðvangs -  ölpylsu, lifrapylsusnakk og Kötlu bjór ásamt tvíreyktu hangikjöti úr heimabyggð.  Kvöldinu lauk síðan með hátíðarkvöldverði og kvöldvöku á Hótel Klaustri.

 Seinni dagur málþings hafði síðan á að skipa framsögu fræðimanna úr fremstu röð í heimi ferðamálanna.  Guðrún Helgadóttir frá Háskólanum á Hólum fjallaði um menningu og ferðamál.  Rannveig Ólafsdóttir frá Háskóla Íslands fjallaði um sjálfbærni í náttúrutengdri ferðamennsku og Rögnvaldur Ólafsson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands kynnti tölur úr rannsóknum á fjölda og dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi, á svæði Skaftárhrepps.  Á meðan hádegisverður var snæddur á Hótel Klaustri, unnu málþingsgestir í vinnuhópum undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur.  Niðurstöður vinnuhópanna ásamt nánari úrvinnslu Sigurborgar, mun síðan gefa ferðaþjónustunni í Skaftárhreppi tillögur um hvert stefnan skyldi tekin til framtíðar.  Næstum samhljóða tillögur allra vinnuhópa var að skapa breiðari sátt og samstarf alls samfélagsins um framgang ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein í hreppnum.  Rúsínan í pylsuendanum var síðan framsaga hins erlenda fyrirlesara – prófessors John Swarbrooke frá Manchester Metropolitan háskólanum í Englandi, sem gaf okkur góð ráð um hvernig vænlegast væri að bera sig að við markaðssetningu ferðaþjónustunnar í Skaftárhreppi.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort