Sagan og framtÝ­in Mßl■ing um fer­amßl ß KirkjubŠjarklaustri
20.04.2012

Ferðamálafélag Skaftárhrepps boðar til málþings í félagsheimilinu Kirkjuhvoli, dagana 26. og 27. apríl 2012, í tilefni af 20 ára afmæli félagsins sem var  stofnað árið 1992 í framhaldi af stefnumótun um ferðamál í sveitarfélaginu Skaftárhreppi.

 

Dagskrá:

 

Dagur 1 - 26.04.2012

13.30   Skráning í félagsheimilinu Kirkjuhvoli

14.00   Setning: Sveinn Hreiðar Jensson formaður Ferðamálafélags Skaftárhrepps

14.05   Ávarp frá  Skaftárhreppi                                                      

14.15   Ávarp: Elías Gíslason  forstöðumaður Ferðamálastofu                                

14.25   Upphaf ferðaþjónustu í Skaftárhreppi: Jón Helgason í Seglbúðum, áhugamaður um ferðamál í Skaftárhreppi                                

4.50   Saga Ferðamálafélags Skaftárhrepps: Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður Kirkjubæjarstofu

15.05   Afmæliskaffi Ferðamálafélagsins  og opnuð sýning um sögu þess

15.30   Vatnajökulsþjóðgarður: Snorri Baldursson Þjóðgarðsvörður

15.50   Katla Jarðvangur: Vilborg Arna Gissurardóttir rekstrarstjóri

16.10   Opinn Landbúnaður: Berglind Hilmarsdóttir bóndi

16.25   Friður og frumkraftar:  Jón Grétar Ingvason formaður

16.45   Markaðsstofa Suðurlands:  Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri

16.55   Fyrirspurnir og umræður

17.30 – 19.00 Gönguferð um nágrenni Kirkjubæjarklausturs með ferðaþjónustufyrirtækinu Slóðum. 

20.00   Fordrykkur á Hótel Klaustri

20.30   Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka á Hótel Klaustri

 

Dagur 2 - 27.04.2012

09.45   Menning og  ferðaþjónusta:  Guðrún Helgadóttir prófessor við Háskólann á Hólum

10.20   Sjálfbærni í  náttúrutengdri ferðamennsku:  Rannveig Ólafsdóttir dósent við  Háskóla Íslands

10.55   Kaffihlé

11.10   Mat á fjölda ferðamanna og dreifing þeirra í  tíma og rúmi: Rögnvaldur Ólafsson  forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands

11.45   Vinnuhópar starfa og hádegisverðarhlé

Inn í hádegishlé fléttast samræður þátttakenda um það sem Skaftárhreppur og nágrenni hafa að bjóða hinum   ýmsu markhópum, ungum og öldnum, einstaklingum og hópum, Íslendingum og öðrum borgurum heimsins. Hver er sérstaðan, hvað er til staðar og hvað þarf       að bæta?  Umsjón:  Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI þjónustu og ráðgjöf.

13.15   Erindi: John Swarbrooke prófessor við Manchester Metropolitan háskólann í Englandi.

Hann er einn af þekktustu fræðingum á sviði  markaðsfræði í vistvænum og náttúrutengdum ferðamálum í heiminum í dag.

13.45   Niðurstöður vinnuhópa: Sigurborg Kr. Hannesdóttir

14.00   Málþingsslit: Sveinn Hreiðar Jensson formaður

           

 

Fundarstjórar: Jóna Sigurbjartsdóttir formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu og Ásbjörn Jónsson formaður stjórnar Ferðamálasamtaka Suðurlands.

 

           

           

           

Upplýsingar um skráningu, málþingskostnað og fleira:

           

Verði á málþingið er stillt í hóf – kr. 10.000 sem mun innihalda:

·         Málþing og kaffiveitingar  kr. 2.500

·         Hátíðarkvöldverður kr. 5.500

·         Hádegisverður – súpa og pastaréttir kr. 2.000

           

Gestir málþingsins eru beðnir um að skrá þátttöku í síma 487 4900 eða á  netfanginu ferðamalafelag@gmail.com fyrir  kl. 12.00 á  hádegi miðvikudaginn 25.apríl nk. og vinsamlegast tiltakið hvort að keyptur er hátíðarkvöldverður og/eða hádegisverður.

Munið eftir að taka með útivistarföt og skófatnað við hæfi.

Eftirtaldir aðilar bjóða gistingu og morgunverð á tilboðsverði fyrir málþingsgesti:

Ferðaþjónustan Hunkubökkum, sími 487 4681 hunkubakkar@simnet.is, www.hunkubakkar.is

Hótel Klaustur, sími: 487 4900  klaustur@icehotels.is , www.icelandairhotels.is 
Hótel Laki,  sími: 487 4694  hotellaki@hotellaki.is , www.hotellaki.is

Hótel Geirland, sími: 487 4677  geirland@centrum.is www.geirland.is

Klausturhof Guesthouse,  sími: 863 7601  klausturhof@klausturhof.is , www.klausturhof.is

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort