Sigur lÝfsins ľ pßskadagskrß 2012
29.03.2012

Á páskum 2012, dagana 1.- 8. apríl, verður árleg dagskrá á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni  sem nefnist Sigur lífsins. Fléttað verður saman fræðslu um sögu svæðisins, helgigöngu á slóðum Skaftárelda og helgihaldi páskahátíðarinnar. Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar.

 

Dagskrá:

 

1. apríl, pálmasunnudagur

14.00   Guðþjónusta í Þykkvabæjarklausturskirkju

Prestur: sr. Ingólfur Hartvigsson. Ásakórinn og Kirkjukór Prestsbakkakirkju leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

 

5. apríl, skírdagur.

14.30  Guðsþjónusta á Klausturhólum kl. 14.30.

Prestur: sr. Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn  leiða söng undir stjórn Brians R.

Haroldssonar organista.

 

6. apríl,  föstudagurinn langi .

10.00  Sigur lífsins, í Minningarkapellu sr Jóns Steingrímssonar

Setning: Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður Kirkjubæjarstofu

Ávarp: Helga Jónsdóttir formaður sóknarnefndar Prestsbakkasóknar

Erindi:  Hugað að fornum tímum. Þórður Tómasson safnvörður í Skógum

Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti

 

Hádegishlé

 

13.30    Eldmessuganga, með sögulegu ívafi. Gengið er frá Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar vestur að

Systrastapa og síðan aftur til baka að Minningarkapellunni þar sem gangan endar. Sr. Ingólfur Hartvigsson og  Jón

Helgason leiða gönguna.

 

21.00    Passíusálmalestur og  Sjö orð Krists við krossinn.  Sr. Ingólfur Hartvigsson leiðir stundina.

 

7. apríl, laugardagur

14.00   Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu.

 

17.00   Tónleikar í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Nemendur Tónlistarskóla Skaftárhrepps og gestir flytja tónlist undir stjórn Brians R. Haroldssonar tónlistarskólastjóra.

 

21.00   Kvikmyndakvöld  í félagsheimilinu  Kirkjuhvoli. Sýnd verður heimildarmyndin Huldufólk 102 frá árinu 2006. Frítt er inn á sýninguna.

 

8. apríl, páskadagur

06.00   Páskamessa við sólarupprás. Sem á hinum fyrstu páskum verður beðið sólaruppkomu, sem verður um

kl. 06.00,  við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Síðan gengið til páskamessu í kapellunni.

Léttur morgunverður í boði  safnaðarins. Sr. Ingólfur Hartvigsson leiðir samveruna. 

 

11.00  Hátíðarguðþjónusta í  Prestsbakkakirkju.  Prestur sr. Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju

og Ásakórinn leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldsson, organista.

 

14.00    Hátíðarguðþjónusta í Grafarkirkju. Prestur sr. Ingólfur Hartvigsson. Ásakórinn og Kirkjukór Prestabakkakirkju leiðir söng undir stjórn Brians R. Haroldsson, organista.

 

Líkan Eldmessukirkjunnar

Um páskana verður  Minningarkapella  sr. Jóns Steingrímssonar opin dagana  6.- 8. apríl  kl. 10.00 – 18.00, þar sem líkanið af Eldmessukirkjunni frá 1777 verður til sýnis.

 

Nánari upplýsingar í síma: 487 4645, á netfangi: kbstofa@simnet.is  á vefsíðu: www.kbkl.is  og www.klaustur.is

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort